Hervaldi beitt til að lægja öldu mótmæla

Alda mótmæla geysar nú í Suður Afríku.
Alda mótmæla geysar nú í Suður Afríku. AFP

Yfirvöld í Suður-Afríku hafa kallað eftir aðstoð hersins til að halda mótmælendum í skefjum. Fyrst um sinn voru herdeildir ræstar út á tveimur svæðum, þar á meðal Jóhannesarborg. Mótmæli hafa staðið yfir í fjóra daga en þau hófust á fangelsun fyrrverandi forseta ríkisins, Jacob Zuma.

Zuma var forseti í landinu um níu ára skeið en var dæmdur til 15 mánaða fangelsisvistar þann 29. júní. Jakob Zuma var þar gerð refsing fyrir að vera ósamvinnuþýður við rannsókn á spillingu í stjórnartíð hans.

Mótmælendur ræna og rupla

Mótmælendur hafa látið óánægju sína í ljós með ýmsum hætti. Sumir hafa farið um með ránum og stolið baðkörum, áfengi eða kæliskápum. Lögregla hefur handtekið 219 manns í mótmælunum og sex hafa beðið bana.

Markmið fótgönguliðanna verður að sögn hersins að „aðstoða yfirvöld við löggæslu til að koma stjórn á þann óróa sem hefur gripið um sig á svæðunum á síðustu dögum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert