Níu látnir og fjölda saknað í miklum flóðum í Þýskalandi

Miklar rigningar hafa valdið flóðunum.
Miklar rigningar hafa valdið flóðunum. AFP

Miklar rigningar og flóð í vesturhluta Þýskalands hafa orðið hið minnsta níu að bana og um 50 er saknað. Hátt vatnsyfirborð hefur leitt til þess að nokkur hús hafa hrunið. 

Fjórir hinna látnu voru í bænum Schuld þar sem mikil flóð tóku með sér nokkur íbúðarhús. Ár hafa flætt yfir bakka sína í og ökutæki og fleira farið með flóðunum. 

Björgunaraðilar hafa átt erfitt með að sækja fólk í húsnæði sem flóðin ógna og tveir slökkviliðsmenn létust við störf sín í bæjunum Altena og Wedohl. 

Þá létust tveir í kjöllurum sem flæddi yfir í bæjunum Solingen og Unna og einn lést í Rheinbach. 

Lögregla hefur komið á neyðarlínu þar sem fólk getur tilkynnt um ástvini sem saknað er. Fólk er beðið um að senda inn myndir og myndbönd sem geta aðstoðað björgunaraðila við leitina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert