Aurskriða í Þýskalandi

Mikil flóð hafa verið á svæðinu.
Mikil flóð hafa verið á svæðinu. AFP

Nokkrir eru látnir eftir að aurskriða féll í Erftstadt-Blessem í Norður Rín-Vesturphalíu. Hátt í hundrað manns hafa látist í miklum flóðum í vesturhluta Þýskalands síðustu daga. 

„Hús voru hrifin með vatninu og einhver hrundu. Fólks er saknað,“ segir í tilkynningu þýskra stjórnvalda vegna aurskriðunnar. Yfirvöld hafa einnig staðfest að einhverjir hafi látist, þó að tala látinna liggi ekki fyrir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert