Fleiri bólusettir í ESB en í Bandaríkjunum

Reynt hefur á heilbrigðisstarfsmenn um allan heim síðastliðið eitt og …
Reynt hefur á heilbrigðisstarfsmenn um allan heim síðastliðið eitt og hálft ár. AFP

Leiðtogar Evrópusambandsins fögnuðu í dag þeim áfanga að fjöldi bólusettra við Covid-19 innan sambandsins tók fram úr fjölda bólusettra í Bandaríkjunum, sem hefur verið leiðandi á heimsvísu í fjölda bólusettra frá byrjun. 

„Við lofuðum þessu og nú hefur það tekist. Evrópusambandið tók í þessari viku fram úr Bandaríkjunum sem sambandið með flesta bólusetta af allavega einum skammti í heiminum,“ tísti Thierry Breton, framkvæmdastjóri innri markaðar í dag. 

Breton vísaði í tölfræðisíðuna Our World Data

Evrópuráðherra Frakklands, Clement Beaune,  tísti sömuleiðis að Evrópusambandið hafi nú náð að bólusetja 55,5 prósent íbúa sína með allavega einum skammti við Covid-19, samanborið við 55,4 prósent hinum megin við Atlantshafið. mbl.is