Notaði snakkpoka til að draga úr blæðingu

Lögregluþjónn í New York notaði það sem hann hafði við …
Lögregluþjónn í New York notaði það sem hann hafði við höndina til að stöðva blæðingu manns sem hafði verið stunginn í Harlem 7. júlí. Ljósmynd/Mehdi Taamallah

Lögregluþjónn í New York hefur hlotið mikið lof fyrir störf sín á vettvangi er hann kom manni til bjargar sem hafði orðið fyrir stunguárás í Harlem 7. júlí. Aðferðin sem hann beitti til að draga úr blæðingu mannsins hefur vakið sérstaklega mikla athygli.

Þegar lögregluþjónninn Ronald Kennedy kom á vettvang var manninum að blæða út. Brá Kennedy þá á það ráð að nota snakkpoka og límband til að draga úr blæðingunni. Frá þessu er greint í umfjöllun BBC.

Á upptöku úr búkmyndavél lögregluþjónsins má sjá hvernig hann fær gangandi vegfarendur til að aðstoða sig við björgunina.

Maðurinn sem var stunginn liggur þungt haldinn á spítala eftir árásina en ástand hans er talið stöðugt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert