Hundruð milljóna evra í enduruppbyggingu

Eyðileggingin er gríðarleg.
Eyðileggingin er gríðarleg. AFP

Ríkisstjórn Angelu Merkel Þýskalandskanslara kemur saman í dag til þess að samþykkja umfangsmikinn aðgerðapakka vegna enduruppbyggingar í kjölfar mikilla flóða í landinu undanfarna viku. 

Hið minnsta 170 dauðsföll vegna flóðanna hafa verið staðfest í Þýskalandi, en alls eru 201 látnir á meginlandi Evrópu. 

Í heimsókn sinni til bæjarins Bad Muenstereifel, sem varð illa fyrir flóðunum, á þriðjudag hét Merkel því að yfirvöld myndu sína stuðning í verki, bæði til enduruppbyggingar og til framtíðar. 

Merkel sagði að ráðherrar ynnu nú að því að greiða leiðina fyrir fjárstuðningi til þeirra sem orðið hafa fyrir flóðunum. Hún vonast til að fjármagnið verði komið í hendur þeirra sem orðið hafa fyrir tjóni innan nokkurra daga. 

Búist er við því að ríkisstjórnin veiti til að byrja með 400 milljónum evra í enduruppbyggingu. 

Þá verður fjármagni einnig ráðstafað til framtíðaruppbyggingar á innviðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert