Kynjaveislan gæti endað með fangelsisvist

Skógareldar í Kaliforníu árið 2018.
Skógareldar í Kaliforníu árið 2018. AFP

Bandarískt par gæti átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisvist en yf­ir­völd í Kali­forn­íu segja að upp­tök eins af mörg­um skógar­eld­um í rík­inu árið 2020 megi rekja til kynja­veislu sem parið hélt þegar það greindi frá kyni barns síns.

Refugio Manuel Jimenez Jr. og Angela Renee Jimenez hafa verið ákærð fyrir ýmis brot vegna eldsins sem braust út í El Dorado, meðal annars fyrir manndráp af gáleysi.

Yfirvöld segja að ein reyksprengjan sem var notuð í veislunni hafi kveikt eldinn. Einn slökkviliðsmaður lést í skógareldinum og fleiri særðust. Parið segist saklaust.

Eldurinn braust út 15. september 2020 og geisaði í rúma tvo mánuði.

Kyn barna í kynjaveislu er gjarnan opinberað með lituðum reyksprengjum eða flugeldum. Á síðustu árum hafa mörg slys orðið í slíkum veislum.

Frétt á vef BBC.

mbl.is