Tíu slösuðust í skotárás á Ítalíu

Lögreglan í Taranto. Mynd úr safni.
Lögreglan í Taranto. Mynd úr safni. AFP

Tíu hlutu minni háttar áverka í skotárás á skemmtistað í suðurhluta Ítalíu snemma morguns á miðvikudag. 

Lögregla handtók skotmanninn, sem hóf skothríð eftir áflog sem brutust út upp úr klukkan 2 í nótt á skemmtistaðnum sem er nærri Taranto. Um 300 háskólanemar voru á staðnum þegar atvikið átti sér stað. 

Hinir særðu voru skotnir í fæturna eftir ryskingarnar. Enginn slasaðist lífshættulega. 

mbl.is