Rauður pönduhúnn fæddist á Indlandi

Rauður pönduhúnn fæddist nýverið í dýragarði á Indlandi. Fæðingin er hluti af frjósemisverkefni til að fjölga rauðum pandabjörnum en þeir eru í útrýmingarhættu.

Birnirnir eiga undir högg að sækja í heimkynnum sínum í austurhluta Himalajafjalla og í Kína og þykja þeir mjög berskjaldaðir fyrir smitsjúkdómum.

Feldur þeirra, smæð þeirra og útlit almennt gerir það að verkum að þeir hafa verið notaðir í viðskiptum með framandi dýr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert