Weinstein segist saklaus af öllum ákærum

Harvey Weinstein árið 2019.
Harvey Weinstein árið 2019. AFP

Kvikmyndaframleiðandinn fyrrverandi, Harvey Weinstein, lýsti yfir sakleysi sínu fyrir rétti í Los Angeles af ákæru um ellefu mismunandi um kynferðisbrot gagnvart fimm konum á hótelherbergjum í ríkinu Kaliforníu.

Hann er meðal annars ákærður fyrir nauðgun.

Weinstein, sem er dæmdur nauðgari og afplánar 23 ára dóm í fangelsi í New York, var fluttur þvert yfir landið til að vera viðstaddur réttarhöldin. Þau fara fram í borginni þar sem hann gerði eitt sinn fjölda stórra kvikmyndasamninga.

Weinstein, sem er 69 ára, á yfir höfði sér 140 ára dóm til viðbótar verði hann fundinn sekur í öllum ákæruatriðum.

mbl.is