Bezos og Branson ekki „geimfarar“

Hópurinn sem flaug út í geim með Blue Origin. Frá …
Hópurinn sem flaug út í geim með Blue Origin. Frá vinstri: Mark Bezos, Jeff Bezos, Oliver Daemen og Wally Funk. AFP

Bandaríkin hafa þrengt merkingu orðsins „geimfari“, að  því er segir í frétt á vef BBC. Þar er einnig tekið fram að þetta kunni að gera út um drauma margra milljarðamæringa.

Nýjar reglur Flugmálastofnunar Bandaríkjanna kveða á um að til að teljast geimfari þurfi þeir sem ferðist í geiminn að ferðast 80 kílómetra frá jörðinni, sem Besoz og Branson hefur báðum tekist.

Hins vegar verða þeir sem kallast geimfarar einnig að vera hluti af flugáhöfn og leggja sitt af mörkum til að stuðla að flugöryggi manna.  

Þetta þýðir þá, að sögn BBC, að Jeff Bezos og Richard Branson eru enn sem komið er, ekki geimfarar.

mbl.is