Hlutfall fólks á vinnumarkaði 66,8% samkvæmt OECD

Mesti munurinn er á milli Grikklands, þar sem hlutfall atvinnulausra …
Mesti munurinn er á milli Grikklands, þar sem hlutfall atvinnulausra er aðeins 53,9%, og Hollands en þar hefur hlutfallið náð 79,3%. CARLOS BARRIA

Hlutfall vinnandi fólks á svæði OECD hefur náð 66,8% eftir fyrsta ársfjórðung 2021. Mikill munur er á milli landa.

Efnahags- og framfarastofnunin OECD hefur birt nýjustu tölur úr atvinnuleysismælingum sínum sem hún framkvæmir fyrir hvern ársfjórðung. Samkvæmt þeim hefur atvinnuleysi minnkað en hlutfall fólks á vinnumarkaði í heiminum jókst úr 66,7% upp í 66,8%.

Hér má sjá nánari tölfræði.

Í fréttatilkynningu frá OECD er þó bent á að verkferlum við mælingar hafi verið breytt sem geri það að verkum að vafasamt sé að draga sterkar ályktanir af samanburðinum.

Þar að auki ber að hafa í huga að stór hluti þeirra sem mældust atvinnulausir á síðasta ársfjórðungi voru kanadískir og bandarískir starfsmenn í tímabundnu leyfi frá vinnu en í öðrum löndum OECD þá teljast þessir einstaklingar ekki til atvinnulausra. 

Ef litið er til hvers svæðis fyrir sig þá mælist atvinnuþátttaka á evrusvæðinu, löndum Evrópusambandsins, 66,9%. Í Bandaríkjunum er hún hærri, 68,4%, en Japan slær þessu við með 77,6% atvinnuþátttöku. Mesti munurinn er á milli Grikklands, þar sem hlutfall fólks á vinnumarkaði er aðeins 53,9%, og Hollands en þar hefur hlutfallið náð 79,3%.

Í Bandaríkjunum hefur atvinnuþátttaka verið að aukast en tölurnar sýna ekki alveg rétta mynd þar sem aðeins nýlega var hætt að telja með þá sem eru í tímabundnu leyfi frá vinnu. Sama á við um Kanada.

Í flestum löndum OECD-svæðisins, utan Evrópusambandsins, jókst hlutfall fólks á vinnumarkaði þennan fyrsta ársfjórðung 2021 en innan Evrópusambandsins jókst aftur á móti atvinnuleysi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert