Mesti fjöldi smita síðan í janúar

AFP

76 kórónuveirusmit hafa greinst í Kína síðasta sólarhringinn. Um er að ræða mesta fjölda smita síðan í janúar. 

Fjörtíu smitanna voru innanlandssmit og tengjast flest hópsmiti í Jiangsu-héraði. 

„Af 40 innanlandssmitum voru 39 frá Jiangsu-héraði og eitt frá Liaoning,“ segir í tilkynningu frá heilbrigðisyfirvöldum. Enginn lést af völdum Covid-19 síðasta sólarhringinn. 

Hópsmitið í Jiangsu hefur verið rakið til flugvallar borgarinnar Nanjing. Allir íbúar borgarinnar munu fara í sýnatöku vegna hópsmitsins. 

mbl.is