Kröfðust frelsis fyrir utan Hvíta húsið

Hundruð Bandaríkjamanna af kúbverskum ættum, pólitískir flóttamenn og aðgerðasinnar gengu um götur Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna.

Þar mótmæltu þeir stjórnvöldum á Kúbu og aðgerðum þeirra gegn mótmælendum fyrr í þessum mánuði. Einnig kröfðust þeir aðgerða af hálfu Bandaríkjastjórnar í mótmælum sínum fyrir utan Hvíta húsið.  

mbl.is