Bassaleikari ZZ Top látinn

Dusty Hill er látinn.
Dusty Hill er látinn.

Bassaleikari hljómsveitarinnar ZZ top, Dusty Hill, er látinn. TMZ greindi fyrst frá málinu. Billy Gibson og Frank Beard, sem ásamt Dusty skipuðu hljómsveitina, tilkynna í umfjöllun TMZ að Dusty sé látinn.

Haft er eftir þeim félögum: „Það er mikill harmur að tilkynna að samferðamaður okkar, Dusty Hill, féll frá í svefni á heimili sínu í Houston, Texas. Við ásamt fylkingum aðdáenda ZZ Top munum sakna þinnar staðföstu nærveru, góðmennsku þinnar og gegnumgangandi skuldbindingar til þess að framkalla hinn ógleymanlega „botn“ í „toppnum“.“

Tilkynninguna enda þeir vinir á „þín verður sárt saknað félagi [amigo]“. Ekki liggur fyrir hvort heilsukvillar Dusty hafi valdið dauðsfallinu, en nýlega þurfti hann að draga sig út úr nokkrum tónleikum hljómsveitarinnar sökum vandamála í mjöðm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert