Bretland farið að finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga

Sérfræðingar segja að á 30 árum hafi Bretland orðið 0,9 …
Sérfræðingar segja að á 30 árum hafi Bretland orðið 0,9 gráðum hlýrra og 6% blautara. AFP

Að sögn vísindamanna finnur Bretland nú þegar fyrir afleiðingum sem loftslagsbreytingar hafa, með aukinni úrkomu, sólskini og hitastigi. 

BBC greinir frá.

Árið 2020 var það þriðja hlýjasta, fimmta blautasta og áttunda sólríkasta sem hefur mælst hingað til, segja vísindamenn í nýjustu skýrslu um ástand loftslags í Bretlandi.

Ekkert annað ár nær topp 10 á öllum þremur forsendum.

„Sannar að lofslagið er að breytast“

Sérfræðingar segja að á 30 árum hafi Bretland orðið 0,9 gráðum hlýrra og 6% blautara.

Aðalhöfundur skýrslunnar, Mike Kendon, loftslagsupplýsingafræðingur hjá bresku veðurstofunni, sagði við BBC News að „margir halda að loftslagsbreytingar munu eiga sér stað í framtíðinni en þetta sannar að loftslagið er að breytast núna hér í Bretlandi.

Þegar hitinn fer að hækka enn meira munum við fara að sjá öfgakenndara veður eins og hitabylgjur og flóð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert