Tugir látnir vegna rigninga í Níger

Rigningar og flóð hafa valdið mikilli eyðileggingu.
Rigningar og flóð hafa valdið mikilli eyðileggingu. AFP

Gífurlega þungar rigningar í Lýðveldinu Níger hafa valdið 35 dauðsföllum og ollið því að rúmlega 26 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín. Þetta er haft eftir almannavarnastofnun þar í landi.

Tuttugu manns létust þegar hús féllu niður, fimmtán manns hafa drukknað og 24 hafa særst, eftir því er fram kemur í tilkynningu. Samtals 26.532 hafa þurft að flýja heimili sín.

Þau svæði er komu hvað verst undan hörmungunum voru Maradi í suðausturhluta landsins en þar létust tíu manns. Agadez í norðri en þar létust einnig tíu manns og svo höfuðborgin Niamey hvar átta manns létu lífið.

2.500 byggingar hafa gereyðilagst. Einnig hafa 50 skólar lagst í rúst.

Árvissar hamfarir

Hið stutta rigningartímabil veldur í raun árlega verulegum skaða í landi sem þekkir fátt annað en þurrka. Í fyrra létust 73 vegna flóða sökum rigninga í landinu og um 2,2 milljónir manna þurftu á aðstoð að halda samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum.

mbl.is