Fjölskyldur sameinast við afléttingar takmarkana

Tlfinningarnar báru suma ofurliði á Heathrow í morgun, enda fjölskyldur …
Tlfinningarnar báru suma ofurliði á Heathrow í morgun, enda fjölskyldur að sameinast eftir langan tíma í sundur. AFP

Í dag urðu þær breytingar á Englandi að fullbólusettir farþegar sem ferðast frá Bandaríkjunum og Evrópusambandinu þurfa ekki að sæta sóttkví við komuna til Bretlands. Andrúmsloftið var tilfinningaþrungið á Heathrow-flugvelli í London nú í morgun en fjölskyldur, sem sumar höfðu verið í sundur frá upphafi faraldursins, sameinuðust á ný.

Nokkuð strangar takmarkanir fyrir ferðamenn hafa verið á landamærum Bretlands síðastliðið árið. En þeim takmörkunum hefur nú verið aflétt.

„Við erum svakalega spennt, eiginlega bara of spennt,“ sagði hinn sjötíu og eins árs gamli Michael Blake. Hann mætti upp á Heathrow-flugvöll snemma í morgun ásamt konunni sinni. Þau voru mætt til þess að taka á móti syni sínum og átta ára gömlu barnabarni. Þau höfðu ekki séð son sin, né sonarson frá upphafi faraldursins.

Gleðin skín í gegnum grímuna.
Gleðin skín í gegnum grímuna. AFP

Blake og fjölskylda hans voru með þeim fyrstu til þess að njóta afleiðinga breyttra takmarkana en ný reglugerð tók gildi klukkan fjögur í nótt á Englandi og í Skotlandi.

Enn krafist prófs og skimunar eftir komuna til landsins

Samkvæmt reglugerðinni sem tók gildi nú snemma í morgun, geta fullbólusettir einstaklingar, sem hafa meðferðis til þess gert bólusetningarvottorð, ferðast til Bretlands án þess að þurfa að sæta 10 daga heimasóttkví.

Á þetta við ferðamenn frá öllum þeim löndum sem eru á appelsínugulum lista bresku ríkisstjórnarinnar. Þó þurfa komufarþegar enn að taka Covid-sýnatökupróf áður en lagt er af stað, og síðan að fara í skimun innan tveggja daga frá komunni til Bretlands.  

Komufarþegar þurfa þó enn að fara í sýnatöku innan við …
Komufarþegar þurfa þó enn að fara í sýnatöku innan við tveimur sólarhringum frá komu til Bretlands. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert