Formleg rannsókn á máli Timanovskayu hafin

Skjáskot af myndskeiði þar sem Timanovskaya óskar eftir aðstoð Alþjóðlegu …
Skjáskot af myndskeiði þar sem Timanovskaya óskar eftir aðstoð Alþjóðlegu ólympíunefndarinnar. AFP

Alþjóðlega ólympíunefndin hefur hafið formlega rannsókn á ásökunum hvítrússnesku frjálsíþróttakonunnar Krystinu Timanovskayu þess efnis að hún hafi verið neydd til þess að yf­ir­gefa Ólymp­íu­leik­ana í Tókýó í kjöl­far þess að hún gagn­rýndi vinnu­brögð Íþrótta­sam­bands Hvíta-Rúss­lands.

BBC greinir frá. 

„Við þurfum að fá staðreyndirnar á yfirborðið. Það getur tekið tíma,“ sagði Mark Adams, upplýsingafulltrúi Alþjóðlegu ólympíunefndarinnar í dag og bætti við að í millitíðinni væri hugur nefndarinnar við velferð íþróttakonunnar. 

Krystina Timanovskaya, 24 ára, hef­ur fengið land­vist­ar­leyfi í Póllandi á grundvelli mannréttinda og dvelur nú í sendiráði Póllands í Tókýó. 

Gert er ráð fyrir að hún yfirgefi Japan á morgun samkvæmt stuðningsmönnum hennar. 

Lögreglumaður vaktaði brottfararsvæði á flugvellinum í Haneda eftir yfirlýsingu Timanovskaya.
Lögreglumaður vaktaði brottfararsvæði á flugvellinum í Haneda eftir yfirlýsingu Timanovskaya. AFP

Óska eftir greinargerð 

Timanovskaya sagðist hafa verið neydd til þess að yfirgefa ólympíuþorpið og gert að yfirgefa landið eftir að hafa gagnrýnt þjálfara og vinnu­brögð Íþrótta­sam­bands Hvíta-Rúss­lands.

Utanríkisráðherra Japans hefur sagt Timanovskayu örugga. 

Alþjóðlega ólympíunefndin hefur óskað eftir greinargerð frá ólympíunefnd Hvíta-Rússlands um atvikið og að henni verði skilað fyrir lok dagsins í dag. 

mbl.is