Drónar fylgjast með fílahjörðinni

Fílahjörðin í Kína sem yfirgaf heimkynni sín fyrir sextán mánuðum er enn á ferðalagi í Yunnan-héraði í suðausturhluta landsins.

Það er vísindamönnum ráðgáta hvers vegna fílarnir lögðu af stað í leiðangurinn, sem hófst lengst í suðri, skammt frá landamærunum að Laos. Þeir hafa ferðast yfir 700 kílómetra. 

Á fjórða tug manna sem starfa við að slökkva skógarelda í Yunnan-héraði hafa það stóra verkefni að snúa fílunum fjórtán aftur til heimkynna sinna. Nota þeir meðal annars dróna til að fylgjast með ferðum þeirra, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is