Réðust að heimili varnarmálaráðherra

Átök hafa geisað á milli stjórnarhers og talíbana í Afganistan …
Átök hafa geisað á milli stjórnarhers og talíbana í Afganistan um nokkra hríð. AFP

Talíbanar í Afganistan hafa lýst yfir ábyrgð á árás á heimili varnarmálaráðherra Afganistans í  Kabúl í nótt. Mannfall varð við árásina þar sem árásarmenn voru vopnaðir byssum. 

Talsmaður talíbana á svæðinu segir að aðeins sé um byrjunina á árásum gegn háttsettum embættismönnum stjórnvalda í Afganistan að ræða. 

„Í nótt var gerð píslavættisárás á heimili varnamálaráðherra,“ sagði Zabihullah Mujahid, talsmaður talíbana, í yfirlýsingu í morgun og bætti við að von væri á fleiri „hefndaraðgerðum“ af þeirra hálfu.

mbl.is