Vilja að lönd bíði með örvunarskammta

Tedros Adhanom Ghebreyesus, fram­kvæmda­stjóri Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar WHO.
Tedros Adhanom Ghebreyesus, fram­kvæmda­stjóri Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar WHO. AFP

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur óskað eftir því að lönd sem ætla gefa þegnum sínum örvunarskammt af bóluefni gegn Covid-19 hætti samstundis allavega þangað til í lok september.

Fátækari lönd eru í vandræðum með það að fá bóluefnaskammta, jafnvel fyrir viðkvæma hópa eins og heilbrigðisstarfsfólk, eldri borgara og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Þetta kemur fram á vef Washington Post

Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, segir að heimurinn ætti að einblína á markmið heilbrigðisráðuneyti Sameinuðu þjóðanna að bólusetja að minnsta kosti 10% af íbúum allra landa í heiminum fyrir lok september.

Í dag hafi um 80% af öllum bólusetningaskömmtum farið til ríkra landa, sem er innan við helmingur íbúa heimsins.

mbl.is