Ljón varð þremur börnum að bana

Ljónið réðst á börnin þegar þau leituðu að nautgripum.
Ljónið réðst á börnin þegar þau leituðu að nautgripum. AFP

Ljón varð þremur börnum, á aldrinum níu til ellefu ára, að bana í námunda við einn þekktasta þjóðgarð í heimi, Ngorongoro í Tansaníu. Þá slasaðist eitt barn til viðbótar. 

Að sögn lögreglu á svæðinu voru börnin að leita að týndum nautgripum þegar ljónið réðst á þau. Lögreglan hefur í kjölfarið hvatt samfélög fólks á svæðinu til að grípa til varúðarráðstafana nærri grimmum dýrum, þá sérstaklega þegar börn eru send til að huga að búfénaði.

Sumum samfélögum, eins og Maasai-ættbálknum, sem smalar búfé sínu samhliða villtum dýrum, hefur verið heimilað að búa innan þjóðgarða. Hins vegar lenda þeir oft í átökum við dýr sem geta ráðist á fólk og búfénað og eyðilagt ræktunarlönd.

Í fyrra flutti Tansanía 36 ljón úr Serengeti þjóðgarðinum eftir að ljón höfðu ráðist á fólk og nautgripi í nærliggjandi samfélögum.

Frétt á vef The Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert