Mexíkanar lögsækja vopnaframleiðendur

Mexíkönsk stjórnvöld hafa lögsótt suma stærstu vopnaframleiðendur Bandaríkjanna.
Mexíkönsk stjórnvöld hafa lögsótt suma stærstu vopnaframleiðendur Bandaríkjanna. AFP

Mexíkósk stjórnvöld hafa lögsótt suma stærstu vopnaframleiðendur Bandaríkjanna og sakað þá um að kynda undir blóðsúthellingum í Mexíkó með óábyrgum viðskiptaháttum. 

BBC greinir frá.

Í gögnum lögsóknarinnar er haldið fram að vopnaframleiðendurnir hafi vitað að viðskiptahættir þeirra séu hluti í virðiskeðju ólöglegrar vopnasölu sem tengist fjölmörgum dauðsföllum í Mexíkó. 

Haft er eftir embættismönnum að fjárkrafa lögsóknarinnar hljóði upp á tíu milljarða bandaríkjadala eða sem samsvarar um 1254 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar voru heildarútgjöld íslenska ríkisins árið 2020 samkvæmt ríkisreikningi um 990 milljarðar króna. 

Ekki hafa borist viðbrögð frá þeim vopnaframleiðendum sem hafa verið lögsóttir. 

Meðal fyrirtækja sem lögsóttir eru Smith & Wesson og Barrett skotvopn. Lögsóknin var lögð fram í gær í Massachusetts ríki í Bandaríkjunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert