Grunaðir um tilræði gegn sendiherranum

Kyaw Moe Tun hefur gagnrýnd herforingjastjórnina í Mjanmar.
Kyaw Moe Tun hefur gagnrýnd herforingjastjórnina í Mjanmar. Ljósmynd/Wikipedia.org

Tveir hafa verið handteknir í Bandaríkjunum grunaðir um áform um að myrða eða særa Kyaw Moe Tun, sendiherra Mjanmar hjá Sameinuðu þjóðunum. BBC greinir frá.

Ríkissaksóknari New York hefur ákært þá Phyo Hein Htut og Ye Hein Zaw, sem báðir eru frá Mjanmar, fyrir að hafa ætlað að ráða árásarmenn til þess að neyða sendiherrann til að segja af sér.

Gagnrýndi herforingjastjórnina

Sendiherra Mjanmar hefur gagnrýnt forystumenn hersins þar í landi fyrir að hafa rænt völdum þann 1. febrúar síðastliðinn en herstjórnin rak hann í kjölfarið. Þrátt fyrir það hefur Tun áfram gegnt embætti sendiherra Mjanmar hjá SÞ. 

Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur verið þögul um málið hingað til.

Aung San Suu Kyi var kosin leiðtogi Mjanmar í kosningunum 2020 en henni var steypt af stóli í valdaráni hersins þann 1. febrúar og hefur síðan þá sætt fangelsisvist. Réttarhöld yfir San Suu Kyi hófust þann 16. júní en hún er ákærð fyrir að hafa átt talstöðvar án tilskilins leyfis auk þess að hafa brotið takmarkanir vegna Covid-19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert