Navalní sakaður um nýjan glæp

Navalní í janúar síðastliðnum.
Navalní í janúar síðastliðnum. AFP

Alexei Navalní, leiðtogi rússneski stjórnarandstöðunnar, hefur verið sakaður um nýjan glæp sem gæti orðið til þess að hann þurfi að dúsa enn lengur í fangelsi.

Sérstök rannsóknarnefnd sem rannsakar stóra glæpi í Rússlandi sagði að í tengslum við rannsókn á samtökum Navalnís hefði hann verið kærður fyrir „að stofna samtök sem brjóta á rétti almennra borgara“.

Navalní, sem er 45 ára, var hand­tek­inn fyrr á þessu ári er hann sneri aft­ur til Rúss­lands frá Þýskalandi þar sem hann var að jafna sig eft­ir að eitrað hafði verið fyr­ir hon­um.

mbl.is