Smitvörn Pfizer-bóluefnisins veikist hraðar

Bóluefni Pfizer var það fyrsta sem fékk markaðsleyfi í Evrópu …
Bóluefni Pfizer var það fyrsta sem fékk markaðsleyfi í Evrópu og hér á landi. AFP

Samkvæmt nýrri rannsókn Oxford-háskóla versnar vörn gegn Covid-smitum hraðar hjá þeim sem voru bólusettir með bóluefni Pfizer en hjá þeim sem fengu bóluefni AstraZeneca.

Rannsóknin skoðaði gögn frá tölfræðistofu sem gerði PCR-próf á heimilum frá því í desember og þangað til í júlí. Niðurstaða rannsóknarinnar, sem hefur ekki verið ritrýnd, var sú að nokkur munur væri á mótefnasvari fullbólusettra eftir því hvort þeir fengu bóluefni frá Pfizer eða AstraZeneca. 

Virknin svipuð eftir fimm mánuði

Bóluefni Pfizer virkar betur gegn smitum í upphafi en vörnin gegn smitum hjaðnar hraðar en vörn AstraZeneca. Eftir fjóra til fimm mánuði væri vörn beggja bóluefna því orðin sambærileg en frekari rannsókna er þörf til að greina virknina til lengri tíma. 

Vörn beggja efna var, að sögn rannsakenda, mjög góð en þó verri gegn Delta-afbrigðinu en öðrum afbrigðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert