Merkel og Pútín hafi um margt að ræða

Angela Merkel, kanslari Þýskalands og Vladimír Pútín, Rússlandsforseti.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands og Vladimír Pútín, Rússlandsforseti. AFP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði við Vladimir Pútín Rússlandsforseta að þrátt fyrir andstæð viðhorf milli Rússlands og Þýskalands þyrftu ríkin að halda áfram að eiga í samskiptum, í síðustu heimsókn sinni til Rússlands áður en hún lætur af embætti í næsta mánuði.

Nú er um ár liðið frá því að eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní en þýskir læknar björguðu lífi hans. Navalny afplánar nú þriggja ára fangavist í rússnesku fangelsi.

Aðstoðarmenn Merkel hafa gefið út að tímasetning fundarins sé engin tilviljun. Emmanuel Macron, Frakklandsforseti skoraði í aðdraganda heimsóknar Merkel á Pútín að láta Navalny lausan.

Þurfa að eiga í samskiptum áfram

„Jafnvel þótt það sé mikill ágreiningur okkar á milli þá tölum við saman og þannig þarf það að vera áfram,“ sagði Merkel við Pútín í viðræðum þeirra sem var sjónvarpað.

„Við höfum um margt að ræða,“ bætti hún við og nefndi nokkur mál á dagskrá þeirra, þar á meðal yfirtöku talíbana í Afganistan.

Þá er búist við að þau komi til með að ræða um ósvífandi átök austurhluta Úkraínu og valdsumræðuna í Hvíta-Rússlandi, bandamönnum Rússa.

Pútín heilsaði Merkel með blómvendi, hefð sem hann hefur tamið sér fyrir kvenkyns leiðtoga og sagðist vona að heimsóknin yrði ekki aðeins kveðjustund fyrir þau heldur að þau myndu einnig eiga saman samtal á alvarlegum nótum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert