Urðu grænþörungar fjölskyldunni að bana?

Ekki er vitað hvað varð John Gerris, Ellen Chung og …
Ekki er vitað hvað varð John Gerris, Ellen Chung og dóttir þeirra Muji að bana. Ljósmynd/Rosanna Heaslet

Grænþörungar kunna að hafa orðið þriggja manna fjölskyldu og hundi þeirra að bana í Kaliforníu í vikunni. Fógetaembættið í Mariposa-sýslu stóð á gati eftir að líkamsleifar John Gerris, Ellen Chung og eins árs dóttur þeirra, Muji, auk fjölskylduhundsins fundust á fáfarinni gönguleið.

Fram kemur í umfjöllun BBC verið sé að taka sýni úr vatnaförum í Sierra-skógi í þeim tilgangi að athuga magn eitraðra grænþörunga í vatninu.

Enn er dánarorsök ekki þekkt og hafa rannsakendur viðrað hugmyndir um að gasmengun kunni að hafa sloppið úr gömlum gullnámum sem ekki eru lengur í rekstri. Jeremy Briese bæjarfógeti hafnar hins vegar slíkum kenningum.

Mikil fjölgun grænþörunga hefur átt sér stað og kann það að tengjast miklum þurrkum að undanförnu, að sögn Briese. Grænþörungar kunna að framleiða eitur en það er enn óljóst hversu eitraðir þeir eru á umræddu svæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert