Blair: Brottför Bandaríkjahers hræðileg mistök

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. AFP

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segir þá ákvörðun bandarískra yfirvalda að kalla her sinn frá Afganistan hafa verið „skelfilega, hættulega og ónauðsynlega“.

Blair, sem sjálfur sendi herafla breska hersins til Afganistan fyrir tuttugu árum, segir að afskipti Bretlands af Afganistan hafi ekki verið „vonlaust verkefni“, þrátt fyrir valdarán talíbana. Þá segir Blair að fórnir breskra hermanna hafi ekki verið til einskis. 

Blair segir að sá árangur sem náðst hafi á síðustu tveimur áratugum, m.a. að heil kynslóð hafi alist upp án stjórnar talíbana, hafi verið til góðs og skipti máli í dag. Þá segir Blair að ástandið eigi ekki aðeins eftir að verða slæmt fyrir Afgana, heldur geti ástandið í Afganistan ógnað öryggi Vesturlanda. Talíbanar eigi eftir að slá skjaldborg yfir Al-Qaeda og Ríki íslam. 

Í yfirlýsingu sinni segir Blair að Bretland beri „siðferðisleg skylda“ til að halda her sínum í Afganistan þar til allir þeir sem Bretar beri skyldu gagnvart hafi verið fluttir úr landi. 

Þá viðurkenndi Blair að mistök hafi verið gerð í Afganistan, en að viðbrögðin við mistökum hafi „því miður verið enn frekari mistök“. Brottför Bandaríkjahers og hersveita Atlantshafsbandalagsins hafi gefið „öllum hryðjuverkasamtökum heims tilefni til að fagna“. 

Frétt BBC. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert