Pfizer fær fullt markaðsleyfi

Bólusetningar barna hér á landi á aldrinum 12-15 ára með …
Bólusetningar barna hér á landi á aldrinum 12-15 ára með bóluefni Pfizer hófust í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur veitt bóluefni Pfizer gegn kórónuveirunni fullt markaðsleyfi. Vonir standa til að þetta geri að verkum að fleiri telji öruggt að þiggja bólusetningu gegn veirunni.

Hingað til hafði bóluefni Pfizer aðeins verið veitt skilyrt markaðsleyfi.

„Leyfisveiting FDA er mikilvægur áfangi í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum,“ segir Janet Woodstock, forstöðumaður FDA, í yfirlýsingu.

„Þótt milljónir manna hafi nú þegar þegið bólusetningu gegn veirunni, viðurkennum við að einhverjir muni nú öðlast traust á bóluefni Pfizer með þessari leyfisveitingu,“ segir hún einnig.

Bólusetningar barna hér á landi á aldrinum 12-15 ára með bóluefni Pfizer hófust í dag.

mbl.is