Þriðji skammturinn gefur góða raun

Þriðji skammturinn hefur reynst elsta aldurshópnum í Ísrael vel.
Þriðji skammturinn hefur reynst elsta aldurshópnum í Ísrael vel. AFP

Þriðji bóluefnaskammturinn hefur gefið góða raun í Ísrael og fyrirbyggt smit og veikindi hjá Covid-sýktum yfir 60 ára aldri í samanburði við þá sem hafa fengið tvo skammta.

Þetta kemur fram í gögnum heilbrigðisráðuneytisins þar í landi en þau voru kynnt formlega í dag og birt á vefsíðu ráðuneytisins í gær en þó ekki í fullri mynd. 

Samkvæmt þeim var vörnin gegn sýkingu hjá fólki yfir sextugu, 10 dögum eftir þriðja skammt, fjórum sinnum meiri en eftir tvo bóluefnaskammta. 

Þriðji skammturinn veitti þá fimm til  sex sinnum betri vörn gegn spítalainnlögn eftir smit, 10 dögum eftir bólusetningu.

Frétt Reuters

mbl.is