Verst gagnrýni á smitleysisstefnu

Jacinda Ardern.
Jacinda Ardern. AFP

Jacinda Ardren, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, varði stefnu sína um smitlaust Nýja-Sjáland á blaðamannafundi í dag þar sem gagnrýni á stefnu stjórnvalda þar í landi eykst dag frá degi. 

Á Nýja-Sjálandi hefur ótti um útbreiðslu Delta-afbrigðis Covid-19 gripið um sig. Landið hefur verið svo gott sem Covid-19-laust í um hálft ár og strangar sóttvarnaaðgerðir hafa verið í gildi um mánaðaskeið. 

Smit með Delta-afbrigðinu kom upp í Auckland í síðustu viku og batt þannig endi á sex mánaða skeið án innanlandssmits í landinu.  

Stærsta hópsmit frá upphafi

Smitið hefur síðan náð nokkurri útbreiðslu og orðið að stærsta hópsmiti í landinu frá upphafi faraldurs, alls 277 smit.

Ardern sagði að hún tryði að hægt væri að vinna bug jafnvel á Delta-afbrigðinu og að ráðgjafar hennar í heilbrigðisvísinum ráðlegðu henni að halda sig við þá stefnu. 

„Þeirra skoðun er að það er ekki einungis hægt, heldur besta lausnin og ég er algjörlega sammála,“ sagði Ardren á fundinum þar sem tilkynnt var um 68 ný innanlandssmit. 

Ástralski kollegi hennar, Scott Morrison, sagði í vikunni að það væri avleg fráleitt að reyna að útrýma smitum með Delta-afbrigðinu og sagðist telja að Nýja-Sjálandi tækist það ekki. 

Ástralar héldu sig við smitleysisstefnu í átján mánuði, en hafa nú tekið upp lágmörkunarstefnu eftir að Delta-afbrigðið tók að dreifast um samfélagið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert