Ída veldur flóðum og mikilli úrkomu í New York

Fellibylurinn Ída veldur nú gríðarlegum flóðum og úrhelli í New …
Fellibylurinn Ída veldur nú gríðarlegum flóðum og úrhelli í New York-ríki. AFP

Fellibylurinn Ída hefur nú færst upp austurströnd Bandaríkjanna og veldur nú gríðarlegum flóðum og úrhelli í New York-ríki.

Ída olli miklu tjóni í Louisi­ana og Mississippi fyrr í vikunni, að minnsta kosti átta hafa látist af völdum fellibylsins. 

Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu. Fjöldi flugferða hafa verið felldar niður og helstu vegir New York-borgar hafa verið lokaðir.

„Við erum nú að upplifa sögulegan viðburð hvað varðar veður í kvöld þar sem metúrkoma er nú i borginni, grimmileg flóð og hættulegar aðstæður á vegum,“ sagði Bill de Blasio, borgarstjóri New York, á Twitter.

Vatn flæðir inn í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert