„Andspyrnan nær enn yfir allan dalinn“

„Hernaðarþrýstingurinn mun á engan hátt draga úr ásetningi okkar til …
„Hernaðarþrýstingurinn mun á engan hátt draga úr ásetningi okkar til þess að halda baráttunni áfram,“ sagði Ahmad Massoud, leiðtogi NRF. AFP

„Andspyrnan nær enn yfir allan dalinn,“ segir Ali Nazary, talsmaður andstæðinga talíbana (NRF), um ástandið í Panjs­hir-dal í Afganistan í samtali við fréttastofuna CNN.

Talíban­ar segjast hafa náð að sölsa und­ir sig síðasta landsvæðið í Af­gan­ist­an sem ekki var und­ir þeirra stjórn í Pan­js­hir-héraði.

NRF segir það aðkall hins vegar vera rangt en ef það reynist rétt er það í fyrsta skipti sem dalurinn fellur í hendur talíbana síðan átök hófust í landinu fyrir fjórum áratugum.

Panjs­hir-dal­ur­inn, sem er norður af höfuðborg­inni Kabúl, er eitt af minnstu héruðum Af­gan­ist­ans. Þar búa á milli 150 til 200 þúsund manns. 

„Hernaðarþrýstingurinn mun á engan hátt draga úr ásetningi okkar til þess að halda baráttunni áfram,“ sagði Ahmad Massoud, leiðtogi NRF, í yfirlýsingu.

Ahmad Massoud, leiðtogi NRF, er sonur Ahmed Shah Massoud en …
Ahmad Massoud, leiðtogi NRF, er sonur Ahmed Shah Massoud en hann lagði Sov­ét­menn sem réðust inn í landið árið 1980 og barðist gegn talíbönum á valdatíð þeirra 1996 til 2001. AFP

Massoud er sonur Ahmed Shah Massoud en hann lagði Sov­ét­menn sem réðust inn í landið árið 1980 og barðist gegn talíbönum á valdatíð þeirra 1996 til 2001.

Massoud biðlar til allra Afgana að taka þátt í uppreisninni og kallar einnig eftir stuðningi alþjóðasamfélagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert