Síamstvíburar sjá framan í hvor annan í fyrsta sinn

Stúlkurnar voru fastar saman á hnakka.
Stúlkurnar voru fastar saman á hnakka. Skjáskot af vef BBC

Eins árs síamstvíburastúlkur, sem fæddust fastar saman á aftari hluta höfðanna, hafa séð framan í hvor aðra í fyrsta sinn, eftir að hafa gengist undir afar sjaldgæfa aðgerð í Ísrael.

BBC greinir frá. 

Aðgerðin tók tólf klukkustundir á Soroka-sjúkrahúsinu í borginni Beersheba í síðustu viku. Undirbúningur fyrir aðgerðina stóð í marga mánuði og þurfti meðal annars að græða höfuðleður á báðar stúlkurnar. 

Tugir sérfræðinga komu að aðgerðinni, bæði frá Ísrael og víðar. Stúlkurnar, sem hafa ekki fengið nafn, eru sagðar hafa náð góðum bata. 

„Þær anda rétt og borða sjálfar,“ er haft eftir Eldad Silberstein, yfirlækni lýtaaðgerðadeildar spítalans, í fréttum Channel 12 í Ísrael. 

Var þetta í fyrsta skipti sem aðgerð á borð við þessa er framkvæmd í Ísrael og hefur hún aðeins verið framkvæmd tuttugu sinnum í heiminum öllum. 

Hér má sjá fréttaskýringarmyndband BBC um stúlkurnar:

Umfjöllun Reuters: 

mbl.is