Þrír alnafnar í framboði

Boris Vishnevsky er þekktur stjórnarandstæðingur og býður sig nú gegn …
Boris Vishnevsky er þekktur stjórnarandstæðingur og býður sig nú gegn tveimur mönnum sem einnig heita Boris Vishnevsky og líkjast honum. AFP

Í næstu viku ganga Rússar til þingkosninga. Á kjörseðli í næststærstu borg Rússlands, Sankti Pétursborg, þurfa kjósendur meðal annars að gera upp á milli þriggja frambjóðenda sem bera sama nafnið og líta nánast eins út.

Boris Vishnevsky er þekktur stjórnarandstæðingur og býður sig nú fram gegn tveimur mönnum sem einnig heita Boris Vishnevsky og líkjast honum. 

„Þetta eru pólitísk svik,“ segir Vishnevsky í samtali við AFP-fréttaveituna. „Þetta fólk býður sig ekki fram til þess að ná kjöri eða kynna stefnumál sín heldur til þess að rugla í kjósendum. Þeir hafa ekki einungis breytt um nafn til þess heldur einnig breytt útliti sínu.“

Aðferðin er þekkt í kosningum Rússlands, þ.e.a.s. að flokkar setja á lista frambjóðendur sem hafa svipað nafn og andstæðingar þeirra til þess að minnka fylgi þeirra.

Vishnevsky segir að mótframbjóðendur hans hafi safnað skeggi og átt við myndirnar af sér til þess að líkjast honum.

„Ég hef aldrei séð neitt þessu líku,“ segir Vishnevsky. 

Frétt á vef Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert