„Laug og svindlaði fyrir peninga og frægð“

Fyr­ir­tækið hef­ur verið til rann­sókn­ar vegna efa­semda um áreiðan­leika nýrr­ar …
Fyr­ir­tækið hef­ur verið til rann­sókn­ar vegna efa­semda um áreiðan­leika nýrr­ar tækni í blóðpruf­um sem það þróaði. AFP

Elizabeth Holmes, stofnandi blóðprufufyrirtækisins Theranos, „laug og svindlaði fyrir peninga og frægð“, að sögn saksóknara á fyrsta degi réttarhalda í Silicon Valley í gær.

Holmes á yfir höfði sér ákærur vegna starfa sinna hjá fyrirtækinu, en það er ekki starfandi í dag. Fyrirtækið var metið á um 4,5 milljarða bandaríkjadala eða sem jafn­gild­ir 562 millj­örðum ís­lenskra króna, að sögn BBC.

Það hef­ur verið til rann­sókn­ar vegna efa­semda um áreiðan­leika nýrr­ar tækni í blóðpruf­um sem það þróaði.

Árið 2016 úrskurðaði bandaríska eftirlitsstofnunin að Holmes megi ekki reka rannsóknastofu í að minnsta kosti tvö ár vegna misbresta sem komu í ljós í aðstöðu þess í Kaliforníu.

Holmes á leið í réttarhöldin á miðvikudag.
Holmes á leið í réttarhöldin á miðvikudag. AFP

Neitar öllum ákærum

Holmes er sökuð um að hafa blekkt fjárfesta og sjúklinga með því að fullyrða að Theranos gæti greint algenga sjúkdóma með því að nota örfáa dropa af blóði eftir aðeins litla nálarstungu á fingri.

Lögfræðingar hennar hafa sagt að hún hafi einfaldlega verið „barnaleg viðskiptakona sem átti fyrirtæki sem gerði mistök“.

„Misbrestur er ekki glæpur. Það er ekki glæpur að reyna sitt allra besta og koma því ekki til skila,“ sagði Lance Wade, verjandi lögfræðinga í upphafsyfirlýsingu sinni á miðvikudag.

Holmes neitar öllum ákærum á hendur sér en gæti átt yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi verði hún fundin sek.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert