Dómsmálaráðuneytið höfðar mál gegn Texas

Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.
Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AFP

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur höfðað mál gegn Texas-ríki vegna nýrra laga um þungunarrof.

Lögin í ríkinu, sem tóku gildi 1. september, banna þungunarrof eftir sex vikna þungun. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fordæmt lögin og sagðist hann nýverið ætla að verja stjórnarskrárvarinn rétt kvenna.

„Lögin í Texas eru klárlega andstæð stjórnarskránni,” sagði Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.

„Svona ráðagerð um að ógilda stjórnarskrá Bandaríkjanna ættu allir Bandaríkjamenn, sama hvar þeir eru staddir í pólitík, að óttast,” bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert