Segist ekki hafa fengið stefnuna

Andrés Bretaprins neitar sök.
Andrés Bretaprins neitar sök. AFP

Fulltrúar Andrésar Bretaprins segja að prinsinn hafi ekki fengið stefnu frá lögfræðingum Virg­iniu Guif­fre sem sakar Andrés um að hafa beitt hana kynferðisofbeldi. Guiffre hefur höfðað einkamál gegn prinsinum í New York og þarf Andrés að fá stefn­una áður en málið get­ur haldið áfram frammi fyrir dómstólum.

Á mánudag þarf bandarískur dómari að úrskurða hvort að Andrés hafi fengið stefnuna.

Andrés er nú í Balmoral-kast­al­a í Skotlandi þar sem Elísabet Bretadrottning ver ávallt sumri sínu.

Fulltrúar prinsins halda því fram að dvöl hans í Balmoral hafi verið löngu ákveðin en aðrir vilja meina að ferðin hafi verið til þess að forðast að rek­ast á full­trúa lög­fræðinga Virg­iniu Giuf­fre.

Þeir hafa margsinn­is reynt að af­henda hon­um stefnuna en ör­yggis­teymi Andrés­ar hef­ur stöðvað slík­ar til­raun­ir á síðustu vik­um. 

Frétt á vef BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert