53 ár í fangelsi fyrir hryðjuverk

Emily Claire Hari, hefur verið dæmd í 53 ára fangelsi …
Emily Claire Hari, hefur verið dæmd í 53 ára fangelsi fyrir að hafa sprengt Mosku árið 2017. AFP

Emily Claire Hari, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Hvítu kanínunnar (e. The White Rabbit), hefur hlotið 53 ára fangelsisdóm fyrir að hafa sprengt mosku í Minnesota árið 2017.

Hari var sakfelld á síðasta ári fyrir fimm ákæruliði, þar með talið sprenginguna, eyðileggingu á trúarlegum eignum og valdbeitingu við hindrun trúarlegrar athafnar. Hari skipulagði hryðjuverkasamtökin í Clarence Illinois og fékk hún til liðs við sig þá Michael McWhorter og Joe Morris.

Þann 5. ágúst lögðu þau til atlögu og réðust á Dar al-Farooq (DAF), miðstöð fyrir múslíma í Bloomington Minnesota. Snemma morguns, þegar fólk hafði safnast saman til að biðja í moskunni, brutu þau glugga og hentu inn eldsneyti og pípusprengju, sem sprakk og olli miklum skemmdum.

Samverkamenn Hari játuðu verknaðinn árið 2019 en Hari neitaði sök og fór með málið fyrir réttarhöld.

„Hari réðst sérstaklega á DAF í þeim tilgangi að hræða múslíma og gera þeim ljóst fyrir að þau væru ekki velkomin til Bandaríkjanna og að þau ættu að yfirgefa landið,“ sagði í yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert