Gaf í skyn framboð til forseta

Donald Trump er á faraldsfæti og heldur fjöldafundi þessa daganna.
Donald Trump er á faraldsfæti og heldur fjöldafundi þessa daganna. AFP

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti heimsótti liðsmenn lögreglu og slökkviliðs í New York sl. laugardag, 11. september.

Voru þá 20 ár liðin frá árás vígamanna á Bandaríkin, blóðugasta hryðjuverki sögunnar. Trump gaf sér góðan tíma í heimsóknina, ræddi við liðið og stillti sér upp fyrir myndatöku, líkt og sjá má til hliðar.

Forsetinn gaf viðstöddum færi á að spyrja spurninga og fékk þegar spurningu tengda næstu forsetakosningum og þá hvort hann myndi bjóða sig fram á ný.

„Úff, þetta er erfið spurning,“ sagði Trump. „Fyrir mig er þetta reyndar auðveld spurning. Ég veit hvað ég ætla að gera, en við eigum ekki að vera að ræða það strax. En ég held að þú verðir ánægður.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert