Tvöfalt fleiri dagar yfir 50°

Barist við skógarelda í Kaliforníu þar sem skógareldar hafa verið …
Barist við skógarelda í Kaliforníu þar sem skógareldar hafa verið tíðir undanfarin ár. AFP

Fjöldi daga þar sem hiti fer yfir fimmtíu gráður í heiminum á hverju ári hefur tvöfaldast síðan á níunda áratugnum. 

BBC gerir alþjóðlegri greiningu um hitastig á heimsvísu ítarleg skil á vef sínum í morgun. 

Hitastig fer sömuleiðis yfir fimmtíu gráður á fleiri svæðum í heiminum en áður og skapar fordæmalausar áskoranir fyrir heilsu manna og lifnaðarhætti er kemur fram í umfjöllum BBC. 

Heildarfjöldi daga yfir fimmtíu gráðurnar hefur aukist á hverjum áratug síðan árið 1980. Að meðaltali fór hitinn yfir fimmtíu gráður um 14 daga á ári, á árunum 1980 til 2009. 

Fjöldinn hefur síðan hækkað í 26 daga á ári á árunum 2010 og 2019. 

Á sama tímabili var hitastig yfir 45 gráður að meðaltali í tvær vikur til viðbótar á ári. 

Haft er eftir Dr. Friederike Otto, aðstoðarforstjóra stofu umhverfisbreytinga við háskólann í Oxford að fjölgun heitra daga á heimsvísu megi með ótvíræðum hætti rekja til brennslu jarðefnaeldsneytis í heiminum. 

mbl.is