Gekkst við morði á eiginkonu sinni

Raul Hernandez.
Raul Hernandez.

Hinn 23 ára gamli Raul Hernandez Perez, sérfræðingur (Spc.) í Bandaríkjaher, hefur játað að hafa myrt eiginkonu sína með hrottalegum hætti. Ódæðið var framið í janúar síðastliðnum og viðurkenndi hann verknaðinn nýliðinn mánudag. Á hann nú yfir höfði sér minnst 50 ára fangelsi. Hin látna hét Selena Roth, 25 ára gömul.

Réttarhöldin fara fram á herstöðinni Schofield á Havaí. Hefur Perez þegar lýst fyrir dómi hvernig hann braut höfuðkúpu eiginkonu sinnar með hafnaboltakylfu á meðan hún svaf. Veitti hann henni fjögur öflug högg. Greint er frá þessu í hermiðlinum Stars and Stripes, sem starfar með heimild bandaríska varnarmálaráðuneytisins.

Í umfjölluninni lýsir Perez því hvernig hann virti eiginkonu sína fyrir sér eftir að hafa veitt henni fjögur þung högg í höfuðið.

„Ég fylltist skelfingu því ég hélt hún væri enn á lífi,“ sagði hann. En því næst fór Perez inn í eldhús, sótti þangað hníf og stakk eiginkonu sína fjórum sinnum. Kom hann svo líki hennar fyrir í stórum poka og blandaði rusli saman við. Herlögreglan fann svo jarðneskar leifar Selenu Roth þremur dögum síðar. Hafði hennar þá verið leitað.

Ættingjar beggja segjast vera harmi slegnir yfir verknaðinum.

„Að vera myrtur af ókunnugum eru döpur örlög en að vera myrtur af einhverjum sem maður elskar er hreinn harmleikur,“ hefur miðillinn eftir ættingja hinnar látnu.

Myrt á árs afmælinu

Perez og Roth giftu sig 9. janúar árið 2020 og bendir allt til að hjónabandið hafi verið stormasamt frá fyrstu stundu. Sótti Perez um skilnað í október sama ár og nálgunarbann í kjölfarið. Þrátt fyrir þetta hittust þau á eins árs brúðkaupsafmælinu, héldu upp á daginn og gistu saman. Var það þá sem Perez lét verða af ódæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert