Norður-Kórea skaut tveimur eldflaugum

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Norður-Kórea hefur skotið tveimur eldflaugum af austurströnd landsins. Þetta staðfestir her Norður-Kóreu.

BBC greinir frá. 

Sömuleiðis hefur her Japan staðfest að hafa orðið skotsins varir. Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japan, segir skotárásina „svívirðilega“ og að hún ógni friði og öryggi á svæðinu.

Þetta er önnur vopnatilraun sem Norður-Kórea framkvæmir í þessari viku. 

Ekki er liggur fyrir nákvæmlega hvert skotflaugunum var ætlað eða flugdrægni þeirra, yfirmaður hersins í Suður-Kóreu sagði að herinn hefði „fulla viðbúnaðarstöðu“ í fullu samráði við Bandaríkin.

Flaugar, sem þær sem skotið var í dag, brjóta í bága við samþykktir Sameinuðu þjóðanna sem ætlað er að halda aftur að kjarnorkuhernaði. Þær geta borði ýmist kjarnorku- eða hefðbundnar sprengjur. 

mbl.is