90 daga geimferð Kínverja á enda

90 daga dvöl Nie Haisheng, Liu Boming og Tang Hongbo …
90 daga dvöl Nie Haisheng, Liu Boming og Tang Hongbo á geimstöðinni Tiangong er nú á enda. AFP

Þrír kínverskri geimfarar eru nú á leið heim til jarðar eftir 90 daga á geimstöðinni Tiangong. Þetta mun vera lengsta mannaða geimferð Kínverja frá upphafi. Áætlað er að mennirnir komi til jarðar á morgun.

Kjarnaeining geimstöðvarinnar Tiangong var vel búin, en að sögn kínverskra yfirvalda höfðu geimfararnir sitt hvort rýmið, „geim-hlaupabretti“, æfingahjól, ásamt samskiptastöð fyrir tölvupósta og myndsímtöl.

Nie Haisheng fór fyrir verkefninu en hann er fyrrum flugmaður úr flugher Frelsisher fólksins. Þetta er ekki hans fyrsta geimferð en hann hefur tvisvar farið áður. Hinir tveir geimfararnir, Liu Boming og Tang Hongbo, koma einnig úr hernum.

Kínverska geimferðastofnunin stefnir nú á að senda 11 ferðir í geiminn fyrir enda 2022, þar af þrjár sem verða mannaðar og munu þær fara með tvær rannsóknarstofueiningar til að stækka geimstöðina sem vegur nú hátt í 70 tonn.

mbl.is