Amal Clooney ráðleggur Alþjóðaglæpadómstólnum

Amal Clooney.
Amal Clooney. AFP

Saksóknari hjá Alþjóðaglæpadómstólnum hefur skipað mannréttindalögmanninn Amal Clooney sérstakan ráðgjafa vegna deilnanna í Darfúr í Súdan. 

Amal hefur áður komið við sögu í fjölda mála hjá Alþjóðaglæpadómsstólnum í Haag, eina varanlega stríðsglæpadómstól heims.

Störf hennar munu snúast um Darfúr-hérað í vesturhluta Súdan. Breski saksóknarinn Karim Kahn sækir málið og fékk Amal til liðs við sig.

Þá er eiginmaður Amal, leikarinn George Clooney áhuga- og baráttumaður fyrir héraðinu, sem um 300 þúsund manns létust og tvær og hálf milljón lögðu á flótta vegna átakanna sem þar geisuðu árin 2003 og 2004. 

Styrjöld braust þar út þegar svartir afrískir menn gerðu uppreisn gegn kerfisbundinni mismunun og gripu svo til vopna gegn einræðisherranum Omar al-Bashir og arabastjórn hans. 

mbl.is