Erfðaskráin gerð opinber eftir 90 ár

Filippus prins, hertogi af Edinborg, lést í apríl.
Filippus prins, hertogi af Edinborg, lést í apríl. AFP

Dómari hjá hæstarétti Bretlands hefur komist að þeirri niðurstöðu að erfðaskrá Filippusar prins verður ekki gerð opinber almenningi fyrr en að 90 árum liðnum til þess a verja „reisn og stöðu“ prinsins. 

Það er hefð fyrir því að eldri einstaklingar konungsfjölskyldunnar biðji um að erfðaskrá þeirra sé einkamál. Hún verður gerð opinber eftir 90 ár fyrir rannsóknir sagnfræðinga. 

Hertoginn af Edinborg lést 9. apríl, 99 ára að aldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert