Frakkar reiðir og kalla sendiherra sína heim

Jean-Yves Le Drian utanríkisráðherra Frakka lýsti hinum nýja samning Ástralíu …
Jean-Yves Le Drian utanríkisráðherra Frakka lýsti hinum nýja samning Ástralíu við Bandaríkin sem „hnífi í bakið“. AFP

Ríkisstjórn Frakklands hefur gefið út að hún muni kalla sendiherra sína heim frá Bandaríkjunum og Ástralíu sem ráðstöfun til þess að mótmæla samningi landanna tveggja sem hallar á Frakka. Þetta segir á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Utanríkisráðuneytið þar í landi sagði ráðstöfunina réttlætanlega í ljósi alvarleika málsins.

Samkvæmt samningnum, sem ber nafnið AUKUS og var kynntur á miðvikudag, verður Ástralíu veitt tækni til byggingar á kjarnorkuknúnum kafbátum en áður hafði Ástralía undirritað samning þess efnis við Frakkland. Sá samningur hljóðaði upp á um 31 milljarð Evra.

Jean-Yves Le Drian utanríkisráðherra Frakka lýsti hinum nýja samning Ástralíu við Bandaríkin sem „hnífi í bakið“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert