Skilaði sér 37 árum síðar

Flöskyskeytið fannst á strönd í Hawaii.
Flöskyskeytið fannst á strönd í Hawaii. AFP

Flöskuskeyti sem var sent af stað fyrir 37 árum af japönskum skólakrökkum, fann loks leið sína aftur að þurru landi þegar það rak á strendur Hawaii, í miðju Kyrrahafi, um sex þúsund kílómetrum frá upphaflegri staðsetningu sinni.

Flöskuskeytið er eitt af 750 skeytum sem send voru á árunum 1984 til 1985 af nemendum í Choshi gagnfræðaskólanum í Tokyo, sem hluti af rannsóknarverkefni um hafstrauma. Alls hafa 50 aðrar flöskur fundist og hafa þær meðal annars endað á stöðum á borð við Kanada, Filippseyjar og Alaska. Engin flaska hefur þó fundist í 19 ár en sú síðasta uppgötvaðist árið 2002 við strendur Japan.

Í flöskunni voru skilaboð á þremur tungumálum, ensku, japönsku og portúgölsku, en í þeim var viðtakandinn beðinn um að setja sig í samband við þá sem sendu skeytin.

Jun Hayashi, aðstoðarskólastjórinn, kveðst afar glaður að flaskan skildi hafa fundist.

„Ég var mjög hissa. […] Fimmtugasta flaskan fannst fyrir 19 árum svo ég hélt að verkefninu væri lokið. Ég hélt ekki að fleiri myndu finnast, ég hélt þau hefðu öll sokkið,“ sagði Hayashi sem vonar nú að einhver finni næstu flösku,“ sagði Hayshi.

Mayumi Kondo, fyrrverandi nemandi sem tók þátt í verkefninu, segir fundinn hafa endurvakið gamlar minningar frá skóladögum hennar. „37 ár er langur tími fyrir manneskju en aftur á móti sýnir þetta manni hve stór og dularfull jörðin og náttúran geta verið,“ sagði Kondo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert